Vorboðar farnir að birtast

02.mar.2018

Í þessari viku var farið í aðra fuglatalningu vetrarins í Ósland. Þó aðalerindið sé að telja fugla er reynt að beina sjónum að því sem sést hverju sinni. Auk fuglanna mátti t.d. sjá nokkra seli sem svömluðu skammt frá landi og þá var hreindýr á vappi við Óslandstjörnina en þetta dýr er búið að vera í Óslandi síðustu vikurnar.

Á röltinu í Óslandinu komumst við að því að fyrstu farfuglarnir eru farnir að birtast og hafa bæði sílamávur og álftir sést hér nýverið. Nokkrir tjaldar spókuðu sig í fjörunni í leit að æti en það eru mjög líklega fuglar sem hafa haft hér vetursetu en það eru alltaf nokkrir fuglar sem fara ekki á haustin. Þá mátti sjá að loðvíðirinn er farinn að lifna aðeins við.

Það er alltaf ánægjulegt þegar vorboðar fara að láta á sér kræla. Nú er líka orðið bjart þegar skóli hefst á morgnana og sólin farin að verma. Allt eru þetta merki um að vorið sé í nánd.

[modula id=“9746″]

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...